fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Rifjar upp viðtal sitt við Heimi í ljósi stöðunnar – „Það hefur ekki orðið að neinu“

433
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþrótavikunni á 433.is.

FH er með núll stig í Bestu deild karla eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar. Liðið hefur tapað gegn Stjörnunni og Vestra.

FH-ingar hafa vanist mikilli velgengni í gegnum tíðina en nú er öldin önnur og margir á því að liðið verði í neðri hlutanum.

„FH er lið í uppbyggingu en spila eins og þeir séu hræddir. Hverju hefur Heimir (Guðjónsson) að tapa á því að fara framar með liðið og gefa fólkinu í stúkunni eitthvað,“ sagði Hrafnkell í þættinum.

play-sharp-fill

Sagan segir að harðir stuðningsmenn FH séu allt annað en sáttir með gang mála. „Gaflarar liggja ekki á skoðunum sínum,“ sagði Hrafnkell.

„Gætu orðið þjálfarabreytingar á þessari leiktíð?“ spurði Helgi en menn hafa litla trú á því. „Það þyrfti allt að vera í tómu rugli,“ svaraði Hrafnkell.

Bjarni benti á að FH sé ekki á þeim stað sem Heimir hefði viljað á þessum tímapunkti.

„Heimir kom til mín eftir fyrsta tímabilið með FH. Þá var planið að koma stöðugleika á liðið fyrstu tvö tímabilin, koma sínum áherslum að, og á þriðja tímabilinu átti að gera atlögu að titlinum. Það tímabil er núna og þessi uppbygging hefur ekki orðið að neinu,“ sagði hann.

„Í stað þess að vera alltaf að tala um Evrópubaráttu og efri hluta, er ekki bara í lagi að slaka á og byggja upp lið í rólegheitum,“ lagði Hrafnkell til enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
Hide picture