fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Er nú efstur á óskalistanum í London

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 14. apríl 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham ætlar sér að sækja nýjan aðalmarkvörð fyrir næstu leiktíð og er Caoimhin Kelleher hjá Liverpool efstur á blaði samkvæmt The Sun.

Alphonse Areola er aðalmarkvörður West Ham sem stendur en hann hefur ekki heillað á þessari leiktíð. Því er líklegt að nýr maður standi í rammanum í haust.

Kelleher er varamarkvörður Liverpool en hefur gjarnan staðið sig vel þegar kallað er í hann. Hann vill þó verða aðalmarkvörður og ljóst er að það gerist ekki á Anfield, þar sem Alisson er á undan honum í goggunarröðinni og Giorgi Mamardashvili kemur í sumar.

Liverpool er til í að hleypa honum burt á 20 milljónir punda en West Ham er einnig opið fyrir því að fá hann á láni. Það er þó líklegra að Liverpool vilji selja og fá pening í kassann.

Aaron Ramsdale er einnig orðaður við West Ham. Hann er fáanlegur á um 20 milljónir punda einnig, en hann er hluti af arfaslöku liði Southampton sem er skítfallið úr ensku úrvalsdeildinni.

West Ham hefur valdið vonrigðum á leiktíðinni og er í 17. sæti sem stendur, þó 14 stigum frá fallsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sádarnir horfa til tveggja leikmanna Liverpool

Sádarnir horfa til tveggja leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
433Sport
Í gær

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur