fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

FH sendir „B-liðið“ til Akureyrar í kvöld – „Boginn hefur ekkert með þetta að gera“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. mars 2025 10:31

Heimir Guðjónsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH skilur eftir flesta af sínum bestu leikmönnum þegar liðið mætir Þór í Lengjubikarnum í kvöld. Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH segir mikið álag undanfarið vera ástæðu þess.

Leikurinn fer fram í Boganum klukkan 19:00 í kvöld en FH kom heim úr æfingaferð sinni á laugardag. Þar lék liðið tvo leiki gegn norskum úrvalsdeildarliðum.

ÍR situr á toppnum í riðlinum en með sigri Þórs fer liðið upp í efsta sætið og þar með áfram í undanúrslit. Sigurvegari liðsins mætir Val í undanúrslitum.

„Við erum að skilja eftir nokkuð marga heima, upphaflega áttum við að spila gegn Vålerenga og Rosenborg í æfingaferðinni. Svo datt leikurinn við Rosenborg út og við spiluðum því við Víking rétt áður en fórum út,“ sagði Davíð við 433.is. en svo breyttist planið.

FH kom heim úr æfingaferð sinni á laugardag. „Svo bættist Rosenborg leikurinn aftur inn, við tókum ákvörðun að spila þann leik. Þeir sem hafa spilað mest í þessum þremur leikjum verða eftir heima í dag.“

Á síðasta ári lenti Þór í svona leikjum og þá báru þjálfarar liðanna fyrir sér að aðstæður í Boganum væru ekki þeim að skapi, það er ekki ástæðan núna. „Boginn hefur ekkert með þetta að gera,“ sagði Davíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn