fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Ekki séð krónu frá barnsföður sínum sem sjálfur lifir lífi milljarðamærings – „Vil bara fá smá fjárhagsaðstoð“

433
Mánudaginn 17. febrúar 2025 11:30

Nadia Messaoud.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fisayo Adarabioyo, bróðir Tosin Adarabioyo sem spilar með Chelsea og fyrrum knattspyrnumaður, hefur ekkert borgað með ungri dóttur sinni þrátt fyrir að lifa sjálfur ansi hátt.

Fisayo er þrítugur og var ungur að árum hjá liðum eins og Birmingham og Crystal Palace en spilaði síðast í utandeildinni árið 2021. Nú býr hann í húsi sem kostar yfir 500 milljónir króna en talið er að það sé þó í eigu Tosin, sem þénar ansi vel hjá Chelsea.

Fisayo lifir þó hátt heilt yfir og sást hann á dögunum með handtösku sem kostar yfir hálfa milljón. Þrátt fyrir þetta hefur Fisayo ekkert greitt með 2 ára dóttur sinni, Anara, en hann á hana með Nadia Messaoud sem nú hefur opnað sig um málið.

Fisayo Adarabioyo með töskuna góðu.

„Ég hef ekki fengið neitt frá Fisayo til að hjálpa okkur með dóttur okkar. Ég hef þá reynt að vera í samskiptum þar sem mér finnst mikilvægt að dóttir mín þekki föðurfjölskyldu sína. Því hefur þó alltaf verið hafnað,“ segir Messaoud.

„Hún er að verða þriggja ára gömul og ég á einnig ungan strák. Ég vil bara fá smá fjárhagsaðstoð og skil ekki af hverju ég fæ það ekki þegar hann lifir lífi atvinnumanns í fótbolta.“

Samkvæmt enskum miðlum hefur Fisayo komist hjá því að greiða barnabætur þar sem hann er ekki með nein laun skráð á sig, þrátt fyrir lífstílinn.

Fisayo hefur áður verið í fjölmiðlum af miður skemmtilegum ástæðum, en árið 2022 var hann dæmdur fyrir að áreita Messaoud. Lamdi hann ítrekað á hurð hennar og varð hún logandi hrædd.

Þá sendi hann henni smáskilaboð þar sem hann hótaði að drepa hana og sagðist vona að hún myndi missa fóstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hættur í enska landsliðinu en opnar dyrnar að snúa aftur

Hættur í enska landsliðinu en opnar dyrnar að snúa aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að Vísir sé í heilögu stríði við íþróttafélögin á Íslandi – „Alltaf eitthvað tilfinningaklám“

Segir að Vísir sé í heilögu stríði við íþróttafélögin á Íslandi – „Alltaf eitthvað tilfinningaklám“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Í gær

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR