
Bayern Munchen sneri taflinu við á síðasta hálftímanum eða svo eftir að hafa lent undir gegn Sporting í Meistaradeildinni í kvöld.
Sporting komst yfir með sjálfsmarki Joshua Kimmich á 54. mínútu en Serge Gnabry, Lennart Karl og Jonathan Tah svöruðu fyrir heimamenn.
Lokatölur 3-1 og Bayern fer því aftur við hlið Arsenal á toppi Meistaradeildarinnar, en Skytturnar eiga leik til góða. Sporting er í níunda sæti.
Fyrr í dag vann Olympiacos mikilvægan 0-1 útisigur á Kairat Almaty í Kasakstan. Grikkirnir eru aðeins fyrir neðan umspilssætin en Kairat aðeins með eitt stig eftir sex leiki.