
Rasmus Hojlund sendi Manchester United netta pillu eftir að hann fagnaði titli með Napoli í gær.
Daninn, sem er á eins árs láni hjá Napoli frá United, vann ítalska ofurbikarinn þegar Napoli lagði Bologna að velli, 200, í leik sem fram fór í Riyadh í Sádi-Arabíu.
Hojlund var í byrjunarliði Napoli og átti góðan leik. „Svona lítur góð ákvörðun út,“ skrifaði hann á samfélagsmiðla eftir leik.
Hojlund átti erfitt uppdráttar á Old Trafford eftir komu sína frá Atalanta sumarið 2023 og skoraði aðeins fjögur mörk í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Hjá Napoli hefur hann hins vegar blómstrað og hefur nú skorað sjö mörk í 19 leikjum í öllum keppnum.