fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. desember 2025 14:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum varnarmaður Barcelona, Dani Alves, er sagður vera að kaupa portúgalskt félag og hyggst jafnframt skrá sjálfan sig sem leikmann, en hann er 42 ára gamall.

Samkvæmt ESPN hefur Alves gengið frá helstu atriðum varðandi kaup á Sporting Clube de Sao Joao de Ver, sem leikur í þriðju deild Portúgals, og er stefnt á að hann skrifi undir sex mánaða leikmannasamning.

Alves hefur ekki spilað keppnisleik síðan í janúar 2023, þegar samningi hans við mexíkóska félagið Pumas var rift í kjölfar handtöku hans. Í mars 2025 var nauðgunardómur yfir honum hins vegar felldur úr gildi af spænskum dómstólum, þar sem talið var að sönnunargögn styddu ekki sakfellingu. Allar takmarkanir á ferðum hans voru þá afnumdar.

Eftir lausn úr fangelsi hefur Alves unnið bak við tjöldin í knattspyrnunni, meðal annars sem umboðsmaður, en alltaf með það markmið að snúa aftur á völlinn. Hann hefur verið í sérstöku æfingaprógrammi og telur sig aðeins þurfa um 30 daga til að ná leikformi.

Alves á glæstan feril að baki, vann meðal annars Meistaradeild Evrópu þrisvar sinnum með Barcelona og Ólympíugull með Brasilíu 2021. Nú stefnir hann á nýtt ævintýri í Portúgal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi
433Sport
Í gær

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð
433Sport
Í gær

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum
433Sport
Í gær

Deeney urðar yfir leikmann United og segir hann fávita ef fréttirnar eru sannar

Deeney urðar yfir leikmann United og segir hann fávita ef fréttirnar eru sannar
433Sport
Í gær

Rooney segir leikmann Arsenal eiga að verða næsta fyrirliða enska landsliðsins

Rooney segir leikmann Arsenal eiga að verða næsta fyrirliða enska landsliðsins