

Kylian Mbappe, leikmaður Real Madrid, fékk óvænta afmæliskveðju á dögunum er hann fagnaði 27 ára afmæli sínu.
Mbappe er einn besti fótboltamaður í heimi að margra mati en hann lék með Paris Saint-Germain í um sjö ár.
Mbappe sendi fram kæru á hendur PSG eftir að hafa yfirgefið félagið sem neyddist að lokum til að borga leikmanninum um 60 milljónir evra eða um níu milljarða króna.
Málið hafði verið í rannsókn í dágóðan tíma en Mbappe kærði PSG vegna ógreiddra launa og bónusa sem hann hefur nú fengið í sínar hendur.
PSG virðist hafa sætt sig við niðurstöðu málsins og óskaði leikmanninum til hamingju með afmælið opinberlega um helgina.
,,Kylian Mbappe fagnar 27 ára afmæli sínu í dag! Til hamingju með afmælið, Kylian,“ skrifaði félagið á samskiptamiðla sína.
Netverjar hafa látið mikið í sér heyra eftir þessa færslu en PSG harðneitaði lengi vel fyrir það að skulda leikmanninum ógreidd laun og þá bónusa.