
Ruben Neves er sagður stefna á endurkomu í ensku úrvalsdeildina í janúarglugganum og fylgjast nokkur félög vel með gangi mála, þar á meðal Manchester United og Newcastle United. Þetta kemur fram í The Times.
Neves, sem leikur með Al-Hilal í Sádi-Arabíu, á sex mánuði eftir af samningi sínum og getur farið frítt næsta sumar. Félagið er því tilbúið að skoða sölu strax í janúar til að fá eitthvað til baka af þeim um 47 milljónum punda sem það greiddi Wolves fyrir miðjumanninn sumarið 2023.
Talið er að Al-Hilal vonist eftir um 18 milljónum punda, en gæti lægra tilboð dugað. Manchester United er mögulegur áfangastaður, enda glímir liðið við vandamál á miðjunni. Er Neves talinn kostur sem gæti komið beint inn í byrjunarliðið.
Newcastle vill einnig bæta leikmanni á miðsvæði sitt í janúar og því gæti baráttan um Neves orðið spennandi.