fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. desember 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan athyglin beinist að HM 2026 eru undirbúningur og skipulag fyrir næstu heimsmeistarakeppni þegar komið á fullt.

HM 2030 verður sögulegt mót, haldið sameiginlega á Spáni, í Portúgal og Marokkó, auk þess sem þrír leikir fara fram í Suður-Ameríku í tilefni 100 ára afmælis keppninnar.

Samkvæmt spænska miðlinum AS er Santiago Bernabeu talinn líklegasti kostur FIFA til að hýsa úrslitaleik mótsins.

Heimavöllur Real Madrid er sagður hafa forskot, meðal annars vegna náinna samskipta forseta FIFA, Gianni Infantino, og forseta Real Madrid, Florentino Perez.

Yrði af þessu myndi Bernabeu hýsa sinn annan úrslitaleik HM, en sá fyrri fór þar fram árið 1982.

Endanleg ákvörðun um leikvang úrslitaleiksins er þó ekki væntanleg fyrr en undir lok árs 2026. FIFA þarf jafnframt að taka ákvarðanir um opnunarleik, dráttinn og önnur lykilatriði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hilmar Árni verður aðstoðarmaður Óskars í Vesturbænum

Hilmar Árni verður aðstoðarmaður Óskars í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gerir ekki ráð fyrir öðru en Guehi fari frítt næsta sumar

Gerir ekki ráð fyrir öðru en Guehi fari frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta
433Sport
Í gær

Eiginkonan tryllt út í FIFA – Þetta er færslan sem hún birti en eyddi svo út

Eiginkonan tryllt út í FIFA – Þetta er færslan sem hún birti en eyddi svo út
433Sport
Í gær

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga