

Roy Keane, goðsögn Manchester United, hefur baunað á mann sem ber nafnið Jordan Mainoo-Hames sem einhverjir kannski kannast við.
Jordan er bróðir Kobbie Mainoo, leikmanns United, sem fær lítið að spila fyrir félagið þessa stundina.
Jordan ákvað nýlega að mæta til leiks í bol með skilaboðunum ‘frelsið Kobbie Mainoo’ sem vakti heimsathygli eftir 4-4 jafntefli við Bournemouth.
,,Þegar hann er með þennan hálfvita sem bróður að gera alla þessa hluti þá ættum við ekki að gefa þessu viðfangsefni tíma,“ sagði Keane.
,,Stundum eru bara hálfvitar í kringum þig og þá sérstaklega í fjölskyldunni. Þú kemur inn á í leik og bróðir þinn ákveður að gera þetta. Ef ég væri í sömu stöðu þá hefði ég horft á hann og hugsað með mér hvað í fjandanum hann væri að gera.“
,,Við erum að tala um leikmann sem er samningsbundinn og er örugglega að fá vel borgað.“