fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

433
Föstudaginn 19. desember 2025 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Osvaldo Neto var hluti af stórum slagsmálum Udon Thani í Taílandi eftir ágreining við starfsfólk bars vegna ógreidds reiknings.

Samkvæmt fréttum átti atvikið sér stað snemma á mánudagsmorgun fyrir utan Tinder Bar. Hinn 42 ára gamli Neto er sakaður um að hafa reynt að yfirgefa staðinn án þess að greiða reikning upp á um 20 þúsund íslenskra krónur, eftir að hafa drukkið þar fram undir morgun.

Starfsfólk elti hann út á götu og í kjölfarið blossaði upp heiftarlegt rifrildi. Átökin mögnuðust þegar Neto er sagður hafa slegið mann sem var að mynda atvikið, með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina.

video
play-sharp-fill

Myndskeið sem hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýnir einnig hvernig Neto grýtir konu í götuna áður en hann reynir að flýja á bíl sínum. Reiður mannfjöldi stöðvaði þó bílinn, dró hann út og réðst á hann áður en honum tókst að aka burt.

Lögreglan í Udon Thani staðfesti að tveir starfsmenn barsins hafi hlotið áverka. Eigandi barsins, Kanyanee Kaewnok, segir kæru hafa verið lagða fram og mál höfðað gegn Neto.

Neto hafði nýverið skrifað undir samning við Udon United. Rannsókn málsins stendur yfir.

Í spilaranum hér ofar má sjá brot af þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Age Hareide er látinn

Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu
Hide picture