
Spánn og Argentína munu mætast í Finalissima-leiknum þann 27. mars þar sem Evrópumeistarar Spánar etja kappi við Suður-Ameríkumeistara Argentínu. Leikurinn fer fram á Lusail-vellinum í Katar, sama velli og Argentína tryggði sér heimsmeistaratitilinn árið 2022.
Um er að ræða aðra viðureignina um bikarinn á þessari öld, en Argentína er ríkjandi meistari eftir 3-0 sigur gegn Ítalíu á Wembley árið 2022. Keppnin var áður þekkt sem Artemio Franchi Cup og var fyrst haldin árið 1985.

Mikil athygli beinist að einvígi Lamine Yamal og Lionel Messi, sem mætast í fyrsta sinn á knattspyrnuvellinum. Yamal, sem er aðeins 18 ára, hefur oft verið borinn saman við Messi.
Leikurinn er einnig mikilvægur liður í undirbúningi fyrir HM 2026 sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó, þar sem bæði lið eru talin meðal sigurstranglegustu þjóða mótsins.