

Inter Miami hefur ekki áhuga á að semja við Timo Werner og heldur ekki Robert Lewandowski en frá þessu greinir Fabrizio Romano.
Werner og Lewandowski hafa verið orðaðir við MLS félagið en áhuginn virðist ekki vera til staðar.
Lewandowski er ákveðinn í að klára samning sinn hjá Barcelona sem gildir til næsta sumars en hann er orðinn 37 ára gamall.
Werner er á mála hjá RB Leipzig og er talinn hafa gert sér vonir um skipti til Miami en áhugi bandaríska félagsins er ekki sá sami.
Werner er 29 ára gamall og hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir Leipzig á tímabilinu án þess að skora mark.
Hann lék áður með Chelsea og Tottenham á Englandi en heillaði fáa með frammistöðu sinni þar.