

Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham eru öll sögð fylgjast grannt með stöðu Antoine Semenyo hjá Bournemouth.
Kantmaðurinn, sem er 25 ára gamall, hefur verið einn besti leikmaður Bournemouth á tímabilinu og hefur vakið mikla athygli stórliða í ensku úrvalsdeildinni.
amkvæmt enskum er Semenyo með losunarákvæði upp á um 65 milljónir punda, sem hægt verður að virkja á ákveðnum tímapunkti í janúar.
Manchester United er meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á Semenyo og gæti þurft að selja leikmann til að fjármagna möguleg kaup. Þar er nefndur 24 ára gamall hollenskur framherji, Joshua Zirkzee, sem er orðaður við Roma á Ítalíu.
Forráðamenn United telja Semenyo geta styrkt sóknarlínu liðsins verulega, en samkeppnin um undirskrift hans er hörð þar sem mörg af stærstu félögum landsins eru á eftir honum.