

Newcastle er komið í undanúrslit enska deildarbikarsins eftir að Lewis Miley tryggði sigurinn með marki í uppbótartíma
Yoanne Wissa sem var að byrja sinn fyrsta leik fyrir Newcastle kom liðinu yfir snemma leiks
Sasa Lukic jafnaði fyrir gestina skömmu síðar og staðan var 1-1 í hálfleik.
Newcastle var sterkari aðili leiksins í síðari hálfleik og það skilaði sér með marki Miley þegar tvær mínútur voru liðnar af uppbótartíma.
Newcastle sem vann deildarbikarinn á síðustu leiktíð er því skrefi nær að komast aftur á Wembley en Manchester City og Chelsea eru komin í pottinn, það ræðst svo í næstu viku hvort að Arsenal eða Crystal Palace bætist við.