

Hinn 35 ára gamli Kristinn Jónsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks.
Kristinn var hluti af fyrsta Íslands-og bikarmeistaraliði Breiðabliks árin 2009 og 2010, áður en hann hélt erlendis þar sem hann lék sem atvinnumaður í Svíþjóð og Noregi.
Kristinn sneri aftur í grænu treyjuna fyrir tímabilið 2024 og átti sinn þátt í Íslandsmeistaratitlinum sem vannst það ár.
Alls hefur Kristinn leikið 281 leik fyrir Breiðablik og er sá 9. leikjahæsti í sögu karlaliðsins.
Breiðablik hefur það á stefnu sinni að yngja upp leikmannahópinn en ljóst er að eldri menn verða enn í hlutverki í Smáranum.