

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur skorað á Gabriel Jesus að berjast um að verða aðalframherji liðsins eftir langa fjarveru vegna hnémeiðsli.
Brasilíumaðurinn kom inn af bekknum í 3-0 sigri Arsenal gegn Club Brugge á miðvikudag og spilaði þar sinn fyrsta leik í 332 daga. Jesus sleit krossband í hné og hefur verið frá keppni í ellefu mánuði.
Endurkoma hans kemur á sama tíma og Viktor Gyökeres hefur átt erfitt uppdráttar eftir að snúa aftur úr meiðslum í læri, á meðan Kai Havertz er enn frá vegna meiðsla.
Aðspurður hvort Jesus gæti orðið númer eitt í framlínu Arsenal sagði Arteta. „Já, leikmaður af hans gæðum og sem hefur gefið okkur svo mikið. Hann kom inn með mikla orku og hann á klárlega að stefna á það hlutverk.“
Arteta hafnaði jafnframt sögusögnum um að Jesus verði seldur í janúar. „Ég sé það alls ekki fyrir mér miðað við stöðuna eins og hún er núna. Gabi hefur mikið að gefa liðinu og sýndi það strax í fyrstu mínútunum sem hann fékk,“ bætti hann við.