fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 1. desember 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Troy Deeney telur að Mason Greenwood eigi skilið tækifæri til að snúa aftur í enska landsliðið, þrátt fyrir alvarlegar gjörðir hans sem bundu enda á feril hans hjá enska landsliðinu og Manchester United.

Greenwood var handtekinn í janúar 2022 vegna gruns um nauðgun og líkamsárás, en ákærur voru síðar felldar niður þegar lykilvitni dró vitnisburð sinn til baka.

Hann yfirgaf United sumarið 2023 og fór til Getafe. Þaðan fór hann til Marseille, þar sem hann hefur gjörsamlega slegið í gegn.

Deeney segir í pistli í The Sun að fótboltinn megi ekki afskrifa ungt fólk að eilífu og að Greenwood eigi að fá að sanna sig á ný.

„Ef hann vill koma aftur í landsliðið þarf hann að stíga fram opinberlega, sýna að hann sé traustsins verður. Ef honum tekst að takast á við gagnrýni á hann skilið annað tækifæri,“ skrifar Deeney.

Það virðist þó ekki í kortunum samkvæmt landsliðsþjálfaranum Thomas Tuchel, sem hafnaði hugmyndinni í haust og sagði Greenwood ekki vera hluta af pælingum hans.

Talið er að Greenwood ætli að spila fyrir landslið Jamaíka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Halldór segir frá því hvers vegna hann tók ekki símann eftir brottreksturinn

Halldór segir frá því hvers vegna hann tók ekki símann eftir brottreksturinn
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjórinn undir pressu og tvö áhugaverð nöfn á blaði

Stjórinn undir pressu og tvö áhugaverð nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire