

Ole Gunnar Solskjær segist óska þess að hann gæti þaggað niður í Roy Keane, eftir að Írinn rifjar enn þann dag í dag upp dauðafæri sem Solskjær klikkaði á fyrir rúmum 22 árum.
Solskjær og Keane unnu saman fjölda titla með Manchester United, þar á meðal þrennuna árið 1999 þegar Solskjær skrifaði nafn sitt í sögubækurnar með sigurmarki í úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Bayern München.

Þrátt fyrir þennan ógleymanlegu tíma heldur Keane áfram að minnta Norðmanninn á eitt tækifæri sem fór forgörðum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar árið 2002 gegn Bayer Leverkusen, leik sem United tapaði á útivallarmarki.
Í viðtali við BBC sagði Solskjær. „Það er einn leikur sem ég myndi vilja spila aftur, skora og þagga niður í Roy Keane. Þetta er undanúrslitaleikurinn gegn Leverkusen. Í hvert skipti sem ég hitti Roy minnir hann mig á þetta færi.“
„Boltinn kom aðeins á eftir mér, ég skaut yfir og við töpuðum á útivallarmarki. Í hvert einasta skipti sem ég sé Roy nefnir hann þetta. Það er sá sem ég myndi vilja breyta.“
Solskjær, sem vann tíu stóra titla með United sem leikmaður og stýrði liðinu síðar í þrjú ár sem þjálfari.