
Manchester United fylgist grannt með stöðu Federico Valverde hjá Real Madrid. Þetta kemur í kjölfar fregna um ágreining hans við Xabi Alonso, nýjan stjóra spænska stórliðsins.
Mirror fjallar um málið og segir United íhuga tilboð upp á um 87 milljónir pnda, en Real Madrid krefst líklega 100 milljóna.
Erfitt gæti verið fyrir United að sannfæra leikmanninn um að koma nú í janúar, þar sem félagið er ekki í Meistaradeildinni, eða nokkurri Evrópukeppni ef út í það er farið.
Valverde, sem er 26 ára, hefur verið lykilmaður hjá Real frá 2018, spilað yfir 300 leiki, orðið varafyrirliði og hjálpað til við að vinna fjölda titla. Hann er þá afar fjölhæfur og getur leyst margar stöður, sem heillar alla stjóra.
Mikið hefur verið fjallað um ósætti nokkurra stjarna Real Madrid við Alonso og Valverde er því alls ekki sá eini sem er bendlaður við slíkt.