

Mikel Arteta lét að því liggja að mögulega gæti einn af fimm meiddum sóknarmönnum Arsenal komi á óvart og verið tilbúinn í leikinn gegn Sunderland á laugardag.
Arsenal hefur glímt við mikinn meiðslavanda í framlínunni, þar sem Martin Ødegaard, Kai Havertz, Viktor Gyökeres, Gabriel Martinelli, Noni Madueke og Gabriel Jesus eru allir frá vegna meiðsla.
Jesús sneri aftur á æfingar í vikunni eftir tíu mánaða fjarveru vegna hnémeiðsla, en verður ekki klár í leikinn.
Þegar Arteta var spurður hvort allir hinir fimm væru frá sagði hann: „Ég get ekki staðfest það, en þú ert ekki langt frá sannleikanum.“
Um hvort þeir verði komnir til baka eftir landsleikjahlé svaraði hann: „Sumir þeirra, en ég veit ekki hvort það verða allir. Það þarf margt að ganga upp á næstu tveimur vikum, en ég held að við verðum mjög nálægt því að fá flesta þeirra aftur og þá verðum við í sterkri stöðu.“