fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 07:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo var meðal heiðursgesta í glæsilegu boði Donald Trump í Hvíta húsinu í nótt, þar sem hann sat til boðs ásamt krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman.

Trump sagðist stoltur af því að taka á móti Portúgalanum, sér í lagi þar sem hefur orðið eitt helsta andlit nútímavæðingar Sádí-Arabíu eftir komu sína í deildina þar í landi. Krónprinsinn fjárfest mikið í íþróttum, sem og ferðaþjónustu samhliða.

Trump nýtti ræðuna til að hrósa auknu samstarfi ríkjanna og kallaði Sádi-Arabíu helsta bandamann utan NATO. Hann bætti við í léttum tón að sonur hans væri mikill aðdáandi Ronaldo og væri farinn að meta föður sinn meira eftir að hafa hitt hann.

Aðrir valdamiklir gestir voru á svæðinu, meðal annars Elon Musk og Tim Cook. Þetta var fyrsta heimsókn Musk í Hvíta húsið síðan hann yfirgaf hlutverk sitt í stjórn Trumps fyrr á árinu.

Ronaldo hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við áform krónprinsins og tók nýverið þátt í viðburði ferðamálaráðuneytisins í Ríjad, þar sem hann talaði upp þróunarverkefni landsins og drauma um HM 2034 í Sádí-Arabíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þungt högg fyrir Arsenal þegar annasamar vikur eru framundan

Þungt högg fyrir Arsenal þegar annasamar vikur eru framundan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar