

Afríkukeppnin hefst í næsta mánuði en það er ljóst að Sunderland mun mest finna fyrir því, alls sjö leikmenn frá þeim fara á mótið.
Nýliðar Sunderland hafa verið frábærir í vetur en ljóst er að þau lið sem mæta þeim á þessum tíma hugsa sér gott til glóðarinnar.
Wolves mun missa fimm leikmenn og Crystal Palace gæti misst allt að fjóra.
Manchester United mun missa þrjá lykilmenn en þar á meðal er Bryan Mbeumo, besti leikmaður liðsins á þessu tímabili.
Arsenal og Chelsea sleppa vel því enginn frá þeim fer á Afríkumótið sem hefst seinni partin í desember og stendur yfir í heilan mánuð.
Sunderland: 7 (Chemesdine Talbi, Simon Adingra, Bertrand Traore, Arthur Masuaka, Reinildo, Noah Sadiki, Habib Diarra)
Wolves: 5 (Emmanuel Agbadou, Marshall Munetsi, Tawanda Chirewa, Jackson Tchatchoua, Tolu Arokodare)
Crystal Palace: 1-4 (Ismaila Sarr; mögulega Christiantus Uche, Chadi Riad, og Cheick Doucoure)
Nottingham Forest: 1-4 (Ibrahima Sangare; mögulega Willy Boly, Ola Aina, Taiwo Awoniyi)
Manchester United: 3 (Bryan Mbeumo, Amad Diallo, Noussair Mazraoui)
Fulham: 3 (Alex Iwobi, Calvin Bassey, Samuel Chukueze)
Burnley: 3 (Axel Tuanzebe, Lyle Foster, Hannibal Mejbri)
Everton: 2-3 (Iliman Ndiaye, Idrissa Gueye; mögulega Adam Aznou)
Manchester City: 2 (Omar Marmoush, Rayan Ait-Nouri)
Brentford: 2 (Dango Ouattara, Frank Onyeka)
West Ham: 2 (Aaron Wan-Bissaka, Yves Bissouma)
Tottenham: 1-2 (Papa Matar Sarr; mögulega Yves Bissouma)
Liverpool: 1 (Mohamed Salah)
Aston Villa: 1 (Evann Guessand)
Brighton: 1 (Carlos Baleba)
Bournemouth: 1 (Amine Adli)
Newcastle: 0-1 (Mögulega Yoane Wissa)
Arsenal: 0
Chelsea: 0
Leeds United: 0