

Gjaldþrot blasir við Steve Finnan fyrrum leikmanni Liverpool, ástæðan eru áralangar deilur hans við bróðir sinn.
Þeir bræður áttu fjárfestingarfyrirtæki saman en árið 2018 var bróðir hans dæmdur til að greiða honum um 700 milljónir.
Finnan fékk hins vegar ekki peningana þar sem bróðir hans fór í gjaldþrot og málaferli hófust í kjölfarið.
Í einu málinu reyndi Finnan að fá lögfræðing dæmdan í fangelsi fyrir en málið tengdist fasteignum í þeirra eigu.
Finnan endaði með mikinn kostnað eftir málaferlin en hefur ekki borgað þann reikning.
Því hefur verið farið fram á gjaldþrot yfir honum en Finnan er 49 ára gamall og lék með Liverpool, Fulham og Portsmouth á ferli sínum.