Umboðsskrifstofa Benjamin Sesko leitar nú logandi ljósi að stuðningsmanni Manchester United sem fagnaði með leikmanninum eftir mark hans gegn Sunderland síðastliðinn laugardag.
Slóvenski framherjinn, sem gekk til liðs við United frá RB Leipzig í sumar fyrir 73,7 milljónir punda, skoraði sitt fyrsta mark á Old Trafford í 2-0 sigri á nýliðum Sunderland.
Sesko, 22 ára, fagnaði með sínu einkennandi lóðrétta stökki“fyrir framan Stretford End, þar sem myndavélar náðu augnabliki af stuðningsmanni sem tók virkan þátt í fögnuðinum með honum.
Nú vill Sesko finna þennan ástríðufulla aðdáanda og koma honum á óvart í þakklætisskyni.
Umboðsskrifstofan hans, Pro Transfer Agency, birti mynd af viðkomandi með textanum: „Við elskum þessa ástríðu. Við leitum að þessum herramanni svo Benjamin geti komið honum á óvart fyrir að fagna sínu fyrsta marki á Old Trafford svona innilega. Samfélagsmiðlar, hjálpið okkur!“