fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
433Sport

Klara Kristín spilar fyrir Benfica í Bandaríkjunum – Foreldrar hennar þekkt íþróttafólk

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. október 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnustelpan Klara Kristín Kjartansdóttir er nú komin á fullt hjá Benfica akademíunni í Flórída í Bandaríkjunum, sem var sett á stofn fyrr á þessu ári.

Klara á ekki langt að sækja íþróttahæfileika sína en foreldrar hennar eru Kjartan Atli Kjartansson og Pálína María Gunnlaugsdóttir fyrrum körfuboltafólk.

Klara Kristín gerði einmitt sinn fyrsta samning við Stjörnuna fyrr í ár og framtíðarleikmaður félagsins samkvæmt heimasíðu þess.

Klara Kristín er hluti af fyrstu árgöngunum sem leika fyrir hönd félagsins í Bandaríkjunum. Akademía Benfica í Portúgal er heimsþekkt, enda hafa margir frábærir leikmenn þróað leik sinn þar.

Félagið rekur auk þess akademíu í Brasilíu, Fílabeinsströndinni og nú í Bandaríkjunum. Um er að ræða afar metnaðarfullt verkefni og var mikið kapp lagt á að stúlknalið akademíunnar yrði eitt það sterkasta í Bandaríkjunum.

Klara er ein af 16 stelpum sem eru í akademíunni og koma þær víða að, en all nokkrar hafa leikið unglingalandsleiki fyrir hönd sinna þjóða. Akademían er starfrækt á hluta af glæsilegu háskólasvæði St. Leo sem er í grennd við Tampa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ungstirni Manchester United kallað á æfingu enska landsliðsins

Ungstirni Manchester United kallað á æfingu enska landsliðsins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eignuðust sitt fyrsta barn saman sjö mánuðum eftir að hann var hreinsaður af dómi um nauðgun

Eignuðust sitt fyrsta barn saman sjö mánuðum eftir að hann var hreinsaður af dómi um nauðgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ratcliffe staðfestir að Amorim fái árin þrjú til að byggja upp gott lið

Ratcliffe staðfestir að Amorim fái árin þrjú til að byggja upp gott lið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gerrard blandar sér í málefni Trent – „Hvað ertu að gera?“

Gerrard blandar sér í málefni Trent – „Hvað ertu að gera?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ísak: „Það er líka hefnd í okkar huga, okkur leið ekki vel þá“

Ísak: „Það er líka hefnd í okkar huga, okkur leið ekki vel þá“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United blandar sér í kapphlaupið – Viðræður þokast hægt áfram

United blandar sér í kapphlaupið – Viðræður þokast hægt áfram
433Sport
Í gær

Knattspyrnumaður ákærður fyrir kynferðisbrot – Gæti hlotið margra ára dóm

Knattspyrnumaður ákærður fyrir kynferðisbrot – Gæti hlotið margra ára dóm
433Sport
Í gær

Reyndi að hefja framhjáhald skömmu eftir brúðkaupið sitt – „Hver í andskotanum gerir svona?“

Reyndi að hefja framhjáhald skömmu eftir brúðkaupið sitt – „Hver í andskotanum gerir svona?“