Þór/KA og Fram skildu jöfn í kvöld í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna.
Anna Farkas sá til þess að gestirnir úr Úlfarsárdal leiddu í hálfleik en Karen María Sigurgeirsdóttir jafnaði í þeim seinni.
Lokatölur 1-1 og liðin hafa þar með lokið leik þetta tímabilið.
Þór/KA hafnar í 7. sæti eða efsta sæti neðri hlutans með 28 stig á meðan Fram hafnar sæti neðar með 26 stig.
Tindastóll og FHL mætast á laugardag í neðri hlutanum en þau eru þegar fallin úr deildinni.