Chelsea ætlar að endurvekja áhuga sinn á hinum unga Kenan Yildiz hjá Juventus.
Tyrkinn hefur vakið mikla athygli undanfarið, en enska stórliðið er sagt hafa gert tilboð upp á meira en 60 milljónir punda í sumar, sem Juventus hafnaði.
Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello Sport hafa samningaviðræður milli Juventus og fulltrúa leikmannsins gengið hægt á síðustu vikum. Það gæti opnað dyrnar fyrir Chelsea til að gera annað tilboð.
Yildiz, sem er aðeins tvítugur, hefur einnig verið orðaður við Arsenal, sem og fleiri stórlið.