Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United hefur engan áhuga á því að fara til Sádí Arabíu í janúar. Talksport segir frá.
Félög í Sádí Arabíu hafa lengi falast eftir kröftum Bruno og var hann nálægt því að fara þangað í sumar.
Fyrirliði United ákvað hins vegar að vera áfram á Old Trafford og ætlar ekki að breyta þeim plönum sínum.
Bruno er 31 árs gamall og hefur verið hjá United frá árinu 2020.
Hann ætlar sér að vera áfram en ekki er útilokað að næsta sumar gæti komið annað hljóð í kappann eftir að HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó er lokið.