fbpx
Föstudagur 10.október 2025
433Sport

Aron Einar í toppstandi – „Tilbúinn í að leggja mig allan fram eins og maður hefur alltaf gert“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. október 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum búnir að eiga góðar æfingar og það er spenna, meðbyr, maður finnur fyrir því, uppselt og svona. Tilfinningin er mjög góð,“ segir Aron Einar Gunnarsson fyrir leik Íslands gegn Úkraínu í undankeppni HM annað kvöd.

Aron var meiddur þegar Ísland burstaði Aserbaísjan og tapaði naumlega gegn Frökkum í fyrstu leikjum keppninnar.

„Það var jákvætt. Þetta var góður seinni hálfleikur á móti Aserbaísjan og mikilvægt að ná þessu marki í lok fyrri hálfleiks þar. Svo sýndum við það í Frakkaleiknum að liðið getur spilað tvö mismunandi kerfi og gert það vel.“

video
play-sharp-fill

Aron er kominn á fullt með Al-Gharafa í Katar. „Mér líður vel, er búinn að spila mikið. Ég er tilbúinn í að leggja mig allan fram eins og maður hefur alltaf gert.“

Hann býst við hörkuleik annað kvöld.

„Við höfum farið vel yfir þá og þeir eru með mikil gæði, einstaklingsgæði og liðið sjálft er vel spilandi. Þeir áttu mikið af færum á móti Aserbaísjan og voru óheppnir að klára ekki þann leik. Við vitum að þeir mæta hérna dýrvitlausir og við getum alveg reiknað með því að það verði æsingur. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda ró.“

Ítarlegt viðtal við Aron er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Donni tekur við U19

Donni tekur við U19
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segist fá ótrúlega hjálp frá Aroni Einari í landsliðinu – „Ef ég hef spurningar þá er hann klár að gefa ráð“

Segist fá ótrúlega hjálp frá Aroni Einari í landsliðinu – „Ef ég hef spurningar þá er hann klár að gefa ráð“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ráðleggur Guardiola að segja upp störfum hjá City

Ráðleggur Guardiola að segja upp störfum hjá City
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fullyrðir að nýir eigendur séu að ganga frá kaupum á Manchester United

Fullyrðir að nýir eigendur séu að ganga frá kaupum á Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ungstirni Manchester United kallað á æfingu enska landsliðsins

Ungstirni Manchester United kallað á æfingu enska landsliðsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eignuðust sitt fyrsta barn saman sjö mánuðum eftir að hann var hreinsaður af dómi um nauðgun

Eignuðust sitt fyrsta barn saman sjö mánuðum eftir að hann var hreinsaður af dómi um nauðgun
Hide picture