fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Rússar bjóðast til að stíga inn og halda Evrópumótið í knattspyrnu vegna ástandsins á Ítalíu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. október 2025 22:00

Pútín vill að Rússar njóti ásta. Ekki til skemmtunar, heldur til gagns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússland hefur lýst yfir áhuga á að taka við hlutverki Ítalíu sem gestgjafi EM 2032, ef upp koma vandamál með undirbúning á Ítalíu. Mótið á samkvæmt áætlun að vera haldið sameiginlega af Ítalíu og Tyrklandi, en vaxandi áhyggjur eru af stöðu og ástandi knattspyrnuleikvanga á Ítalíu.

Samkvæmt fréttum frá ítalska miðlinum Gazzetta dello Sport hafa áhyggjur aukist vegna þess að margir leikvangar á Ítalíu eru gamlir og standast ekki kröfur UEFA.

Aðeins einn af tíu fyrirhuguðum völlum hefur fengið formlega samþykki sambandsins að svo stöddu.

Í þessu samhengi hefur Rússland, þrátt fyrir að vera útilokað frá alþjóðlegri keppni af hálfu UEFA og FIFA vegna innrásarinnar í Úkraínu árið 2022, lýst sig tilbúið að stíga inn. Alexander Dyukov, forseti knattspyrnusambands Moskvu, sagði í viðtali við Sport.ru:

„Ítalía á við vandamál að stríða með leikvanga sína. Ef þeir missa réttinn til að halda mótið, þá erum við tilbúin.“

Dyukov bætti við að Rússland hafi bæði innviði og reynslu, eftir að hafa haldið HM 2018. Er þetta talið útilokaður möguleiki vegna stríðs Rússlands í Úkraínu.

Það hefur jafnframt verið rætt að Tyrkland gæti staðið eitt að mótinu, ef Ítalía nær ekki að uppfylla skilyrðin. Mál þetta er enn á umræðustigi og UEFA hefur ekki tekið formlega afstöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona