fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Greinir frá því að faðir hans hafi tekið eigið líf í síðustu viku – „Ég elska þig í þessu lífi og því næsta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. október 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United veitir nú sálrænan og félagslegan stuðning til Rhys Bennett eftir að leikmaðurinn greindi frá því að faðir hans hefði tekið eigið líf.

Bennett, 21 ára, var fyrirliði liðsins sem vann FA Youth Cup árið 2022 og var á síðasta tímabili í láni hjá Fleetwood Town. Manchester United hefur veitt honum frí af mannúðarástæðum svo hann geti verið með fjölskyldu sinni á þessum erfiðu tímum.

Í tilkynningu á Instagram deildi Bennett fjórum myndum af sér og fjölskyldu sinni ásamt hjartnæmum skilaboðum.

„Pabbi, ég hélt aldrei að ég myndi þurfa að skrifa þetta svona snemma,“ skrifaði hann.

„Um helgina komst ég að því að hann hafði tekið eigið líf. Ég er brotinn, miður mín og vil ekki trúa að þetta sé raunverulegt, en því miður er það svo.“

„Frá því að keyra mig hvert sem var sem krakka til þess að horfa á mig uppfylla draum minn um að verða atvinnumaður, þú varst alltaf þar. Ég elska þig í þessu lífi og því næsta.“

Manchester United staðfesti að leikmaðurinn hefði fengið frí og bætti við að félagið væri að styðja hann á þann hátt sem hann og fjölskylda hans þurfa.

Fjöldi leikmanna, stuðningsmanna og félaga víða úr fótboltaheiminum hafa sent Bennett samúðarkveðjur og stuðningsyfirlysingar.

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu
433Sport
Í gær

Ætla að opna veskið í janúar til að bjarga sér frá falli

Ætla að opna veskið í janúar til að bjarga sér frá falli
433Sport
Í gær

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra
433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag