fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Gjörsamlega hneykslaður á viðtali við Aron – „Í hvaða heimi erum við? Mér finnst þetta svo asnalegt“

433
Mánudaginn 27. október 2025 10:30

Aron í viðtali við RÚV á dögunum. Skjáskot: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í sumar þegar Aron Sigurðarson, besti leikmaður KR, sagði að liðið myndi taka yfir íslenskan fótbolta á næstu árum. Hann dró ekki úr eftir að liðið bjargaði sér frá falli á laugardag.

KR burstaði Vestra á útivelli um helgina og tryggði sæti sitt í deildinni naumlega, sendi jafnframt Vestra niður í Lengjudeildina ásamt Aftureldingu. Í viðtali við Fótbolta.net eftir leik fyrir vestan var Aron spurður út í ummæli sín fyrr í sumar.

„Auðvitað. Það sjá allir sem sjá að við erum að fara taka yfir. Við vorum í fallbaráttu þegar ég sagði þetta og menn hlógu þá. En þið getið skoðað það sem þið viljið, kafað í öll gögn sem þið viljið, það er ekki margt sem þarf að laga. Við höfum tíma í það núna og ég stend þétt við það sem ég sagði fyrr í sumar,“ sagði Aron.

Valur Gunnarsson, sérfræðingur í Innkastinu á Fótbolta.net, gaf lítið fyrir orð Arons í nýjasta og jafnramt síðasta þættinum þetta tímabilið.

„Ég veit ekki hvað við eigum að vera að sjá og mér er alveg sama um hvað einhver gögn segja. Mér finnst þetta svo skrýtið því þarna hefði hann getað bakkað, sagt að þeir ætluðu bara að taka eitt skref í einu og bæta sig á næsta tímabili. En hann „double downar“ á þetta galna teik,“ sagði Valur.

„Eru þeir að fara að taka yfir? Af hverjum, Víkingum þá? Í hvaða heimi erum við, með fullri virðingu? Mér finnst þetta svo asnalegt. Ef þeir hefðu spilað allt tímabilið eins og fyrstu leikina þá væri þetta kannski í lagi. En stóran hluta tímabils var þetta ekkert svona. Smá jarðtengingu,“ sagði Valur enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Niðurlæging Sancho í sigri á City – Var tekinn af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður

Niðurlæging Sancho í sigri á City – Var tekinn af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarnan hélt í Evrópusætið þrátt fyrir tap gegn Blikum

Stjarnan hélt í Evrópusætið þrátt fyrir tap gegn Blikum
433Sport
Í gær

Matthías lýsir erfiðri ákvörðun fyrir nokkrum árum – „Það var ekki allt í lagi í kringum liðið“

Matthías lýsir erfiðri ákvörðun fyrir nokkrum árum – „Það var ekki allt í lagi í kringum liðið“
433Sport
Í gær

Segir stjórnarhætti Blika virka vandræðalega út á við – „Veit ekki hvaða orð maður á að nota“

Segir stjórnarhætti Blika virka vandræðalega út á við – „Veit ekki hvaða orð maður á að nota“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“
433Sport
Fyrir 2 dögum

United kvartar – Telja að of margir leikir liðsins séu settir á mánudag

United kvartar – Telja að of margir leikir liðsins séu settir á mánudag