
Samkvæmt franska blaðinu L’Équipe eru Barcelona og Arsenal í baráttu um undirritun Lacine Megnan-Pave, 15 ára framherja sem hefur vakið mikla athygli með U19 ára liði Montpellier.
Megnan-Pave hefur þegar skorað tvö mörk í fimm leikjum í frönsku unglingadeildinni og hefur frammistaða hans vakið áhuga nokkurra stærstu félaga Evrópu.
Bæði Barcelona og Arsenal vilja tryggja sér leikmanninn sem fyrst í akademíu sína, en samkvæmt L’Équipe er talið að Barcelona hafi yfirhöndina um þessar mundir.
Arsenal ætlar þó ekki að gefast upp og mun gera allt til að skáka Börsungum.