

Darren Ferguson, sonur Sir Alex Ferguson, hefur verið rekinn frá Peterborough United í fjórða sinn eftir tap liðsins um helgina.
Ferguson, sem fyrst tók við félaginu árið 2007, hefur stýrt Posh í nokkur skipti en nú er liðið á botni þriðju efstu deildar.
Peterborough tapaði 1-2 á heimavelli gegn Blackpool á laugardag og var það síðasti leikur Fergusons í bili.
Formaður félagsins, Darragh MacAnthony, staðfesti ákvörðunina í yfirlýsingu: „Ég hef tekið þá ákvörðun að segja Darren Ferguson upp eftir leikinn í dag. Þetta var ekki auðveld ákvörðun, en ég tel að þetta sé rétt fyrir félagið á þessum tímapunkti. Fyrir mér er hann besti þjálfari í sögu klúbbsins og verður alltaf hluti af fjölskyldu okkar.“
MacAnthony bætti við að hann myndi alltaf muna eftir mörgum sögulegum augnablikum sem Ferguson hafi gefið félaginu.
Brottför Fergusons þýðir að Sir Alex Ferguson hefur líklega einu áhugamáli minna, en hann hefur reglulega sést á leikjum sonar síns og fylgst náið með gengi Peterborough.