fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Guardiola kaupir sér nýtt hús í Barcelona – Rétt hjá fyrrverandi eiginkonu sinni

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 26. október 2025 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur keypt sér nýtt íbúðarhúsnæði í Barcelona á sama tíma og hann og eiginkona hans Cristina Serra virðast vera að ljúka skilnaði eftir 30 ára hjónaband.

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hefur Guardiola fest kaup á glæsilegri íbúð í hverfinu Pedralbes, skammt frá heimili fjölskyldunnar sem hann og Serra áttu saman áður en fréttir af skilnaðinum komu fram í janúar.

Kaupin teljast marka nýtt tímabil í einkalífi Guardiola, sem lengi vel þótti eiga eitt stöðugasta samband fótboltans. Að sögn spænskra miðla er skilnaðurinn nú talinn yfirvofandi.

Nýja eignin er sögð vera á rólegum og grænum stað í sama hágæða hverfi og fyrri heimili hans, þar sem hann geti slakað á tekið sér hlé frá fótboltanum og notið kyrrðar, eins og það er orðað í spænskum fjölmiðlum.

Cristina Serra og Pep Guardiola kynntust á unglingsárum sínum í Barcelona og hafa staðið saman í gegnum feril hans bæði sem leikmaður og þjálfari hjá Barcelona, Bayern München og Manchester City. Þau eiga þrjú börn.

Guardiola er nú á sínu níunda tímabili hjá City og hefur unnið fjölda titla með félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai
433Sport
Í gær

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði