fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

United kvartar – Telja að of margir leikir liðsins séu settir á mánudag

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 25. október 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur gert ensku úrvalsdeildinni viðvart vegna leikjadagskrárinnar, eftir að tveir leikir liðsins fyrir jól voru færðir yfir á mánudagskvöld.

Félagið hefur haft samband við deildina og framkvæmdastjóri United, Omar Berrada, ræddi málið við Richard Masters hjá ensku úrvalsdeildinni

Heimaleikur United gegn Bournemouth og útileikurinn gegn Wolves voru báðir færðir á mánudagskvöld í nýjustu breytingum. Fyrir það hafði leikurinn gegn West Ham verið settur á miðvikudag.

Að auki var leikurinn gegn Everton á Old Trafford í næsta mánuði þegar færður á mánudag, sem þýðir að Manchester United leikur aðeins einn heimaleik á laugardegi á Old Trafford á tólf vikna tímabili, leikinn gegn Brighton núna um helgina.

Stuðningsmenn þurfa einnig að ferðast í erfiða útileiki á óþægilegum tímum: gegn Tottenham í hádegisleik á laugardegi 8. nóvember og gegn Crystal Palace klukkan 12 á sunnudegi 30. nóvember á Selhurst Park.

Heimildir innan félagsins segja stjórnendur skilja að stuðningsmenn séu ósáttir, þar sem mánudags- og miðvikuleikir valdi bæði auknum ferðakostnaði og skipulagsvandræðum.

Hins vegar er bent á að United hafi samþykkt að spila fleiri leiki á mánudögum og föstudögum sem hluta af nýjum sjónvarpssamningi deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona