fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 25. október 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola telur að Matheus Nunes geti orðið einn fremsti bakvörður heims eftir að hafa sýnt miklar framfarir í nýrri stöðu á þessu tímabili.

Nunes, sem Manchester City keypti frá Wolves fyrir 53 milljónir punda sem miðjumann, hefur átt erfitt uppdráttar í sinni upprunalegu stöðu.

Guardiola hóf því að nota Portúgalann aftar á vellinum á síðasta tímabili og hefur hann nú næstum eingöngu spilað í hægri bakverði.

Nunes hefur áður leikið bæði í vinstri bakverði og á kantinum þegar City glímdi við meiðsli og breytta skipan liðsins, en eftir að Kyle Walker fór til AC Milan í janúar hefur Nunes tekið yfir stöðuna hægra megin.

Guardiola trúir því að þessi breyting geti markað nýjan kafla á ferli leikmannsins. „Matheus getur orðið ótrúlegur hægri bakvörður,“ sagði Guardiola.

„Hann er varnarsinnaður miðjumaður með ótrúlega líkamlega eiginleika sem nýtast mjög vel þegar hann fer aftur í vörn. Ef hann er einbeittur getur hann orðið einn besti leikmaður heims í þessari stöðu.“

Stjórinn bætti við að lykillinn væri hugarfarið: „Við höfum rætt þetta mikið. Þetta snýst um að breyta hugsun og trúa því að þú getir gert þetta. Hann hefur sérstaka eiginleika sem henta mjög vel út á kantana. Í síðustu tveimur til þremur leikjum hefur hann verið ótrúlegur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona