fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Pablo Punyed spilar sinn síðasta leik fyrir Víking á morgun

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. október 2025 14:13

Pablo Punyed er meiddur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pablo Punyed leikmaður Víkinga mun kveðja félagið í lok tímabils. Hann hefur verið að koma til baka eftir erfið meiðsli.

Síðan Pablo kom til Íslands árið 2012 og hóf sinn feril hérlendis með Fjölni hefur hann unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi. Íslandsmeistari með Stjörnunni, KR og þrefaldur Íslandsmeistari með Víking.

Bikarmeistari með ÍBV og þrefaldur Bikarmeistari með Víking. Deildarbikarinn og Meistara Meistaranna vann Pablo 4 sinnum og því hefur hann sótt í heildina 13 málma með félagsliðum á Íslandi. Þar af 8 með Víking.

„Það er því hægt að segja með sanni að síðan Pablo kom í Hamingjuna hafi verið stanslaust partý hjá Pablo og okkur Víkingum. Allir Víkingar vita hver Pablo er og hvað hann kom með inn í félagið okkar. Þrír Íslandsmeistaratitlar, 3 bikarmeistaratitlar, Evrópuævintýri – Gæði sem leikmaður og gæði sem manneskja,“ segir á vef Víkings.

Pablo hefur einnig leikið 29 leiki fyrir landslið El Salvador.

Samtals spilaði Pablo 157 leiki fyrir Víking á þessum 5 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te