fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. október 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville hefur endurvakið deilu sína við eiganda Nottingham Forest, Evangelos Marinakis, og kallað framkomu félagsins við brottrekstur Ange Postecoglou óvirðulega og lítt glæsilega.

Postecoglou var látinn fara innan við hálftíma frá lokaflautinu eftir 0-3 tap gegn Chelsea um síðustu helgi, sem batt enda á stuttan tíma hans í starfi eftir átta leiki án sigurs.

Forest staðfesti brottreksturinn nánast um leið og leikurinn var búinn, en Sean Dyche var svo ráðinn í framhaldinu og stýrði liðinu til sigurs gegn Porto í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Neville, sem hefur verið bannað að fara á City Ground síðan í fyrra eftir að hann gagnrýndi félagið harðlega, sagði í hlaðvarpinu Stick to Football að forráðamenn félagsins hefðu átt að sýna meira virðingu.

„Að reka stjóra 15 eða 20 mínútum eftir leik er ekkert nema virðingarleysi,“ sagði Neville.

„Jill [Scott] orðaði það vel, þú átt að gera þetta með reisn. Gefa tíma, leyfa stjóranum að tala við starfsfólk og leikmenn áður en það er tilkynnt opinberlega.“

Neville rifjaði upp eigin reynslu sem eigandi Salford City. „Ég hef rekið fjóra þjálfara augliti til auglitis. Það er eitt það versta sem þú gerir í þessu starfi. Þú hugsar ekki bara um tímasetninguna, heldur hvernig þú berð skilaboðin fram af virðingu.“

Deilan heldur þar með áfram, fimm mánuðum eftir að Neville var meinað að fá fjölmiðlaskírteini á síðasta heimaleik Forest á síðasta tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf
433Sport
Í gær

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita
433Sport
Í gær

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool