

Hugo Ekitike, framherji Liverpool, hefur opinberað hverja hann telur þrjá bestu kantmenn heims og þar er samherji hans Mohamed Salah á listanum, þrátt fyrir að hafa átt í erfiðleikum með formið undanfarið.
Franski sóknarmaðurinn, sem gekk til liðs við Liverpool frá Eintracht Frankfurt í sumar fyrir 79 milljónir punda, svaraði spurningum ESPN UK um hvaða leikmenn hann helst fylgist með.
Þegar hann var fyrst spurður um bestu framherja heims sagði hann: „[Erling] Haaland, [Kylian] Mbappé og [Robert] Lewandowski.“
Þá snerist umræðan að kantmönnum, og Ekitike svaraði: „[Lamine] Yamal, Salah og [Michael] Olise,“ og bætti við um leikmann Bayern München: „Hann er brjálaður, á besta hátt.“
Ummæli hans koma á sama tíma og Salah hefur verið í umræðunni eftir að Arne Slot, stjóri Liverpool, ákvað að setja hann á bekkinn í 5-1 sigri liðsins gegn Frankfurt í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið.
Sú ákvörðun reyndist farsæl, því liðið sýndi eina bestu sóknarframmistöðu sína á tímabilinu en það var viðbragð Salah við bekkjarsetunni sem vakti ekki minni athygli en sigurinn sjálfur.