Arsenal er sennilega með bestu vörnina í heimsfótboltanum í dag, með þá Gabriel og William Saliba í fararbroddi. Ýtir tölfræði síðustu leikja undir slíka fullyrðingu.
Skytturnar unnu þægilegan 4-0 sigur á Atletico Madrid í Meistaradeildinni í gær og hafa nú ekki fengið á sig mark í fjórum leikjum í röð. Liðið hefur fengið á sig þrjú mörk í ellefu leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.
Opta tölfræðiveitan vekur þá athygli á því að í undanförnum þremur leikjum, sem allir hafa unnist, hefur liðið aðeins hleypt andstæðingi sínum í skot sem rataði á rammann einu sinni.
Þess má geta að Arsenal er með þriggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og með fullt hús eftir þrjá leiki í Meistaradeildinni.
1 – Across their last three matches, Arsenal have conceded just one shot on target in five hours and two minutes of game time:
West Ham (0)
Fulham (0)
Atlético de Madrid (1)Impenetrable. pic.twitter.com/BWCYfXu8eD
— OptaJoe (@OptaJoe) October 22, 2025