fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Þetta er sögð vera upphæðin sem Halldór fær í sinn vasa eftir brottrekstur dagsins

433
Mánudaginn 20. október 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mun kosta Breiðablik tugi milljóna að reka Halldór Árnason ef marka má fréttir í dag.

Breiðablik tilkynnti í dag að Halldór yrði ekki áfram þjálfari liðsins. Gengið í sumar er ástæða þess. Blikar, sem urðu Íslandsmeistarar í fyrra, eru líklega að missa af Evrópusæti.

„Við tökum ekki svona ákvörðun út frá einstökum leikjum en gengið og stemningin undanfarið hefur ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir. Stjórnin taldi að það þyrfti að gera eitthvað í því og við völdum þessa leið,“ sagði Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks meðal annars við 433.is í dag.

Meira
Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Halldór gerði samning út tímabilið 2028 í ágúst og kostar það Blika því góða summu að láta hann fara, en hann ku vera með tólf mánaða uppsagnarfrest. Fótbolti.net segist hafa fengið ábendingar um að upphæðin sé á bilinu 20-25 milljónir króna.

Í ofanálag þurfa Blikar að greiða KSÍ fyrir Ólaf Inga Skúlason, nýjan þjálfara liðsins, en hann var samningsbundinn sambandinu sem þjálfari U-21 árs landsliðsins. Þetta staðfesti Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri KSÍ við 433.is í dag.

Fyrsta verkefni Ólafs Inga með Blika verður að gegn KuPS frá Finnlandi í Sambandsdeildinni á fimmtudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Potter tekinn við