Kingsley Coman gekk óvænt í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu frá Bayern Munchen í sumar. Segir hann ákveðna aðila hjá þýska félaginu hafa viljað losna við sig.
„Í lok gluggans komu upp hlutir sem ég vil ekki fara út í. Ég var ekki beittur þrýstingi en félagið sagði að það væri opið fyrir því að selja mig vegna fjárhagsins,“ segir Coman.
Flestr héldu að Coman myndi spila á efsta stigi fótboltans í einhver ár í viðbót.
„Ég hafði stuðning margra en ekki alla. Hluti félagsins vildi að ég færi og það særði mig mikið.“