KNATTSPYRNUMAÐURINN Samuel Asamoah stendur frammi fyrir mikilli hættu á því að vera lamaður eftir skelfilegan árekstur við auglýsingaskilti.
Tógómaðurinn Asamoah, 31 árs, lék með liði Guangxi Pingguo gegn Chongqing Tonglianglong í næstefstu deild kínverska fótboltans.
Myndbandsupptaka úr leiknum, sem fram fór síðasta sunnudag, sýnir Asamoah glíma um boltann við miðjumanninn Zhang Zhixiong.
Eftir að hafa verið ýtt við honum endaði Asamoah á því að skella höfuðinu beint í skiltið við hliðarlínuna.
Hann lá eftir á vellinum og var þegar í stað veitt aðhlynning af læknum og sjúkraliðum.
En á mánudag birti félagið hans áhyggjufulla yfirlýsingu þar sem fram kom að Asamoah væri í mikilli hættu á lömun eftir að hafa hálsbrotnað og hlotið verulegan taugaskaða.
Chongqing Tongliang Dragon defeated Guangxi Pingguo Haliao 2:0 to regain momentum. The referee, however, seemed to turn a blind eye to their rough challenges. As per Guangxi's medical report, Samuel Asamoah has injured spinal cord. His future career – even life, is at risk. pic.twitter.com/dfV5CvYO75
— China Sports Vision 2050 (@CSV2050) October 6, 2025