fbpx
Föstudagur 03.október 2025
433Sport

Eddie Howe elskaði frekjuna sem risinn frá Þýskalandi sýndi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. október 2025 09:30

Woltemade Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eddie Howe segir að hann hafi elskað það þegar Nick Woltemade braut allar reglur og reyndi að taka bæði vítaspyrnurnar sem Anthony Gordon skoraði úr í 4-0 sigri Newcastle gegn Union SG í Brussel í fyrradag.

Þýski framherjinn skoraði fyrsta mark leiksins með laglegu hælsparki og vildi svo axla ábyrgð með því að taka vítin, þrátt fyrir að Gordon væri skráður vítaskytta liðsins.

Woltemade þurfti að láta af því eftir samtal við samherja sína, en var samt sem áður fljótur að fagna með Gordon eftir bæði mörkin.

Howe tók atvikunum með jafnaðargeði og sagði: „Ég elska það! Bestu framherjarnir sem ég hef unnið með vilja skora. Jafnvel þó að það séu fyrirfram ákveðnar reglur, þá er þeim alveg sama. Þeir vilja skora og bera ábyrgð. Ég hef engin vandamál með það,“ sagði Howe.

Hann bætti svo við um Gordon. „Anthony hefur æft vítin mjög mikið. Hann hefur lagt mikla vinnu í að fínpússa rútínuna sína og það sést. Hann er mjög einbeittur og ég var virkilega ánægður með hvernig hann tók bæði vítin. Þegar maður sér einhvern leggja sig svona fram við æfingar, þá hika ég ekki við að treysta honum fyrir því hlutverki.“

Woltemade hefur nú skorað þrjú mörk í fjórum byrjunarliðsleikjum fyrir Newcastle eftir að hann gekk til liðs við félagið frá Stuttgart fyrir 69 milljónir punda í sumar, en sú upphæð vakti mikla gagnrýni í Þýskalandi.

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarmaður hjá Bayern München, sagði meðal annars að Newcastle væru asnar fyrir að greiða svona háa upphæð fyrir 23 ára gamlan leikmann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fabregas orðaður við starfið hjá United – Þetta hefur hann sagt um markmið sín

Fabregas orðaður við starfið hjá United – Þetta hefur hann sagt um markmið sín
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslendingarnir allt í öllu í Evrópu: Hákon og Sævar Atli með sigurmörk – Daníel Tristan sá rautt og Elías Rafn vann magnaðan sigur

Íslendingarnir allt í öllu í Evrópu: Hákon og Sævar Atli með sigurmörk – Daníel Tristan sá rautt og Elías Rafn vann magnaðan sigur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Blikar fengu högg í Sviss í fyrsta leik Sambandsdeildarinnar – Gísli Gottskálk ónotaður varamaður

Blikar fengu högg í Sviss í fyrsta leik Sambandsdeildarinnar – Gísli Gottskálk ónotaður varamaður
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sú kynþokkafyllsta staðfestir að hún sé einhleyp með áhugaverðum hætti

Sú kynþokkafyllsta staðfestir að hún sé einhleyp með áhugaverðum hætti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmenn Chelsea brjálaðir yfir nýjasta útspili Boehly og félaga

Stuðningsmenn Chelsea brjálaðir yfir nýjasta útspili Boehly og félaga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tölfræði sem setur gengi Hojlund á Old Trafford í samhengi

Tölfræði sem setur gengi Hojlund á Old Trafford í samhengi