fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Klár í slaginn London í kvöld en þarf að svara til saka fyrir fimm nauðganir í fyrramálið

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. september 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfari Villarreal, Marcelino, segir miðjumanninn Thomas Partey vera í réttu andlegu jafnvægi til að spila gegn Tottenham í Meistaradeildinni aðeins örfáum klukkustundum áður en hann þarf að mæta fyrir dóm vegna ákæru um nauðgun.

Partey, sem gekk til liðs við Villarreal frá Arsenal á frjálsri sölu í sumar, á að mæta fyrir Southwark Crown Court í London á miðvikudagsmorgun.

32 ára gamli Gana-landsliðsmaðurinn er ákærður fyrir fimm nauðganir gegn tveimur konum og eitt kynferðisbrot gegn þriðju konunni.

Áður en til þess kemur er hann þó í leikmannahópi Villarreal sem mætir Tottenham á Tottenham Hotspur leikvanginum á þriðjudagskvöld, í opnunarleik liðsins í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið.

„Ég er fullviss um að hann sé andlega tilbúinn til að spila þennan leik,“ sagði Marcelino á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Hann verður klár í slaginn. Við erum mjög ánægð með að hafa Thomas með okkur bæði fyrir fótboltagetu hans og sem einstakling.“

„Hann er frábær leikmaður með mikla reynslu. Hann hefur spilað með stórum liðum og við vitum að hann býr yfir mikilli getu og hágæða leikstíl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Starf Amorim ekki í hættu

Starf Amorim ekki í hættu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Í gær

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk