fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Hrafnkell reiður og kallar eftir því að Halldór verði rekinn úr Kópavoginum – „Þetta er orðið svo þreytt“

433
Þriðjudaginn 16. september 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur Dr. Football og mikill stuðningsmaður Breiðabliks er allt annað en sáttur með stöðuna hjá sínu félagi.

Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við ÍBV á heimavelli í gær, liðið hefur ekki unnið leik í Bestu deildinni frá 19 júlí þegar liðið vann Vestra á heimavelli. Liðið situr í fjórða sæti deildarinnar og verður erfitt fyrir liðið að ná Evrópusæti.

„Bara hræðilegir, þetta er augljóst að þetta er andlegt. Þeir urðu ekki lélegir í fótbolta á einu ári,“ sagði Hrafnkell um félagið sitt en Breiðablik varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð.

Hrafnkell ræddi svo Halldór Árnason þjálfara liðsins sem stýrði liðinu til sigurs í deildinni og inn í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar á dögunum.

„Mér finnst þjálfarinn vera úrræðalaus, mér finnst enginn andi í kringum liðið. Mér finnst þjálfarinn ekki gefa af sér innan sem utan vallar, hörmulegur í viðtölum. Hann aldrei tekur á sig hlutina, það eru alltaf afsakanir. Þetta er orðið svo þreytt.“

„Maður horfir á alla þessa leiki, þetta er ógeðslega lélegt. Ég get ekki greint það hvernig fótbolta Breiðablik spilar, þetta er bara eitthvað.“

Hrafnkell fór á völlinn um daginn en var óhress með spilamennsku liðsins. „Ég fór á tvo leiki um daginn, gegn KA og Zrinjski Mostar. Þetta er eitt það leiðinlegasta sem ég hef séð, ég hugsaði með mér að ég nennti ekki að mæta aftur.“

Hrafnkell vill skipta um þjálfara. „Ég vil láta reka Dóra, ég sé ekki leið út úr þessu. Dóri gerði frábærlega í fyrra, hann hefur ekki náð að fylgja því eftir að vinna titilinn. Að Blikar séu í fjórða sæti, það er bara Anton Ari sem hefur græjað það.“

„Ég held að það verði miklar breytingar hjá Blikum í ár, ég held að fyrrum leikmenn reyni að komast í stjórn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu