Grimsby skellti stórliði Manchester United úr leik í 2. umferð deildabikarsins í kvöld.
Charles Vernam og Tyrell Warren sáu til þess að staðan var afar óvænt 2-0 fyrir Grimsby í hálfleik.
Útlitið var lengi vel gott fyrir heimamenn en á 75. mínútu minnkaði Bryan Mbuemo muninn fyrir United.
Það var svo á 89. mínútu sem Harry Maguire jafnaði metin. Lokatölur venjulegs leiktíma 2-2 og því farið í vítaspyrnukeppni.
Þar var sömuleiðis dramatík og endaði það með því að D-deildarlið Grimsby vann 12-11 eftir ótrúlega keppni.
Þess má geta að úrvalsdeildarliðin Fulham, Brighton og Everton komust einnig áfram í kvöld með sigrum á Bristol City, Oxford og Mansfield.